Hverjir kveiktu fyrstu eldana?

Kannski þyrfti þjóðin ekki að vera að kveikja bálkesti við Austurvöll ef "slökkvilið Alþingis" hefði staðið vaktina eftir að þingið "gaf fáum útvöldum flokksfélagsmönnum" bankana sem þjóðin átti!

Þessir vel völdu kjölfestufjárfestar eru búnir að ræna öllu fémætu frá landinu og koma svo með milljarðaskuldir til baka sem þjóðin á að borga!!!

Milljarðar hafa horfið úr bankakerfinu, lífeyrissjóðum, sparnaði almennings, og enginn ber ábyrgð!!!! 

Á sama tíma dveljast "svo kallaðir vel valdir kjölfestufjárfestar" frekar í útlöndum, enda búnir að koma sér vel fyrir þar......   Og eru væntanlega bara sáttir með að þingið taki skuldirnar þeirra og leggji þær "bara" á almenning....(í skattahækkunum).  Almenning munar hvort sem er ekkert um nokkra tugi þúsunda á mánuði.... almenningur hefur heldur ekki verið að ferðast um með einkaþotum eða eigandi snekkja í útlöndum.... 

Maður bara spyr:

Hvar er siðgæði landsins?  

Verður einhver dregin til ábyrgðar? 

Af hverju á hinn venjulegi launþegi að taka á sig aukna skattbyrði vegna græðgisvæðingar alþingis?

Er ekki bara spurning hvenær Alþingi verður alelda?


mbl.is Margt getur farið úrskeiðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú spyrð hvar er siðgæðið ?? Það eru margir áratugir síðan Sjálfgæðisflokkurinn sturtaði því niður um holræsin,, hafi einhverjum leifum skolað á land ,, er þær að finna í fjörunum,, Að sjálfsögðu verða margir dregnir til ábyrgðar og látnir bæta tjónið,, En það verða aðrir enn þú telur líklegasta,, Við almúgafólkið öslum brimið og brotsjóina til bjargar hverjum sem í nauð er staddur,,Smartfólkið hins vegar fylgist með og segir '' Ég vissi að svona færi,,'eg var búinn að segja þetta'' '' Haldið ró ykkar og svamlið að stiganum ef þið finnið hann,,þá bjargast allt,,

Bimbó (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Ingibjörg Hafberg

þú kannski kallar sparifólk þjóðfélagsins "smartfólk"

Ingibjörg Hafberg, 21.1.2009 kl. 20:47

3 identicon

hvernig kemur þetta hættunni sem stafar af opnum eldi innan um íbúðarhús við?

Kristmann (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband